Skorað á sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira