Skorað á sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira