Greina frá ástæðu þess hvers vegna enginn vildi kynna Dire Straits þegar hún var vígð í frægðarhöll rokksins Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 09:11 Alan Clark, Guy Fletcher John Illsley úr Dire Straits þegar sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira