Greina frá ástæðu þess hvers vegna enginn vildi kynna Dire Straits þegar hún var vígð í frægðarhöll rokksins Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 09:11 Alan Clark, Guy Fletcher John Illsley úr Dire Straits þegar sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði. Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði.
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira