Sömdu um fjármögnun Heimilisfriðs til eins árs Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 21:53 Andrés Proppé Ragnarsson sérfræðingur og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mynd/Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs ,meðferðarúrræðis fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Sálfræðingar hafa veitt úrræðið um árabil samkvæmt samningi við stjórnvöld, en úrræðið gekk áður undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Gildistími samningsins er til eins árs. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að í framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum 2016 til 2019 sé kveðið á um endurskoðun starfseminnar sem hafi að markmiði að verkefnið bjóði upp á sérhæfða þjónustu fyrir karla og konur sem beitt hafi ofbeldi í nánum samböndum og að efnt verði til útboðs um þjónustuna. „Árið 2017 var gengið til samninga við verkefnið Heimilisfrið en þaðan barst eina umsóknin í opnu ferli sem Ríkiskaup höfðu umsjón með fyrir hönd ráðuneytisins. Gerður var samstarfssamningur til eins árs sem rann út um mitt ár 2018. Heimilisfriður býður gerendum, körlum og konum, upp á meðferð með einstaklingsviðtölum og hópmeðferð. Í meðferðinni er miðað að því að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndarnefndir, félagsþjónusta eða lögregla vísa málum til Heimilisfriðs. Heimilisfriður býður einnig upp á þjónustu á Norðurlandi,“ segir í fréttinni. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs ,meðferðarúrræðis fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Sálfræðingar hafa veitt úrræðið um árabil samkvæmt samningi við stjórnvöld, en úrræðið gekk áður undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Gildistími samningsins er til eins árs. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að í framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum 2016 til 2019 sé kveðið á um endurskoðun starfseminnar sem hafi að markmiði að verkefnið bjóði upp á sérhæfða þjónustu fyrir karla og konur sem beitt hafi ofbeldi í nánum samböndum og að efnt verði til útboðs um þjónustuna. „Árið 2017 var gengið til samninga við verkefnið Heimilisfrið en þaðan barst eina umsóknin í opnu ferli sem Ríkiskaup höfðu umsjón með fyrir hönd ráðuneytisins. Gerður var samstarfssamningur til eins árs sem rann út um mitt ár 2018. Heimilisfriður býður gerendum, körlum og konum, upp á meðferð með einstaklingsviðtölum og hópmeðferð. Í meðferðinni er miðað að því að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndarnefndir, félagsþjónusta eða lögregla vísa málum til Heimilisfriðs. Heimilisfriður býður einnig upp á þjónustu á Norðurlandi,“ segir í fréttinni.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira