Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. mars 2017 05:00 Hjólabarðahaugarnir sem áður einkenndu Hringrás og kviknaði í með reglulegu millibili eiga nú að heyra sögunni til en nóg er af öðrum efnum. vísir/vilhelm Efnarás ehf., dótturfyrirtæki Hringrásar, sækir nú um starfsleyfi til að taka á móti tvö þúsund tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og fjögur þúsund tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi til endurvinnslu í Klettagörðum 9. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir ekki verið að auka við starfsemina. „Efnarás er spilliefnadeild Hringrásar og það er komið að endurnýjun á starfsleyfi fyrir spilliefnadeildina,“ útskýrir Daði. Lóðirnar undir Hringrás og Efnarás eru í eigu Faxaflóahafna. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að enn sem komið er hafi ekki verið óskað umsagnar stjórnar Faxaflóahafna um nýju leyfisumsóknina. Með spilliefnavinnslunni sýnist honum um nýja starfsemi að ræða.„Stjórn Faxaflóahafna hefur lagst gegn sambærilegri beiðni á Klettagörðum 7 og einnig lagst gegn ósk um breytingu á deiliskipulagi þeirrar lóðar, sem miðaði að móttöku spilliefna,“ segir hafnarstjórinn og bendir á að í gildandi skipulagsskilmálum fyrir Klettagarða 9 frá 2003 sé getið um brotajárn, rafgeyma og annað er falli til við niðurbrot. „Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur þegar samþykkt að núverandi starfsemi á lóðinni Klettagarðar 9 víki og þess vegna verður ekki séð annað en að lagst verði gegn beiðni um aukna starfsemi á lóðinni,“ segir Gísli. „Augljóst er að sú stefna sem hefur verið tekin fellur ekki að aukinni starfsemi, að auki þarf væntanlega að skoða sérstaklega hvort spilliefni og sóttmengaður úrgangur rúmist innan ákvæða deiliskipulags.“ Umhverfisstofnun hefur borið undir Reykjavíkurborg hvort leyfisumsóknin samræmist skipulagi en ekki hefur enn verið tekin afstaða til málsins hjá borginni. Daði segir nýja eigendur, Gamma Capital Management, hafa tekið við Hringrás í lok janúar þegar fyrri eigandi hafi orðið gjaldþrota. „Nýi eigandinn er heldur metnaðarfyllri heldur en fyrri eigendur,“ segir hann. Nú sé verið sé að skoða framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir.Valdimar Árnason, forstjóri Gamma capital management.Vísir/StefánAðspurður um mögulega nýja staðsetningu nefnir Daði Hafnarfjörð, Álfsnes, Grundartanga og Þorlákshöfn. „Við erum með samning hérna til 2023,“ segir hann. Bjartsýnasti tímaramminn um flutning starfseminnar sé tvö til þrjú ár. Nýi staðurinn þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Meðal annars sé verið endurvinna eitruð spilliefni. Það þurfi að gera eftir ákveðnum leiðum og flokka áður en efnin eru flutt til útlanda til endurvinnslu. Gott pláss þurfi fyrir brotajárn og aðgengi þurfi að höfn. „Menn verða að horfast í augu við það að þetta er kannski ekki heppilegasti staðurinn fyrir svona starfsemi eins og bent var hraustlega á í fyrrahaust þegar síðasti bruni varð,“ segir Daði. Þegar nefnt er að óheppnin hafi elt Hringrás með endurteknum stórbrunum svarar hann „Þetta er meira en óheppni, heldur var forvörnum og eftirliti ekki sinnt sem skyldi.“Frá slökkvistarfi á vinnusvæði Hringrásar í nóvember síðastliðnumVísir/ErnirÞannig útskýrir Daði að alger óþarfi sé að safna upp á starfssvæðinu bingjum af hjólbörðum sem valdið geti eldhættu. „Við erum nánast ekki með nein dekk á svæðinu okkar í Reykjavík í dag. Dekkin eru kurluð og við komum þessu einfaldlega jafnóðum til Sorpu sem notar þetta sem millilag á sorphaugunum í Álfsnesi,“ segir hann. Íbúar í nágrenninu geti því andað rólegar. „Við vinnum með slökkviliðinu og heilbrigðiseftirlitinu að því að hafa þetta í lagi svo ekki skapist stórhætta fyrir íbúa í nágrenninu ef eitthvað fer úrskeiðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Efnarás ehf., dótturfyrirtæki Hringrásar, sækir nú um starfsleyfi til að taka á móti tvö þúsund tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og fjögur þúsund tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi til endurvinnslu í Klettagörðum 9. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir ekki verið að auka við starfsemina. „Efnarás er spilliefnadeild Hringrásar og það er komið að endurnýjun á starfsleyfi fyrir spilliefnadeildina,“ útskýrir Daði. Lóðirnar undir Hringrás og Efnarás eru í eigu Faxaflóahafna. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að enn sem komið er hafi ekki verið óskað umsagnar stjórnar Faxaflóahafna um nýju leyfisumsóknina. Með spilliefnavinnslunni sýnist honum um nýja starfsemi að ræða.„Stjórn Faxaflóahafna hefur lagst gegn sambærilegri beiðni á Klettagörðum 7 og einnig lagst gegn ósk um breytingu á deiliskipulagi þeirrar lóðar, sem miðaði að móttöku spilliefna,“ segir hafnarstjórinn og bendir á að í gildandi skipulagsskilmálum fyrir Klettagarða 9 frá 2003 sé getið um brotajárn, rafgeyma og annað er falli til við niðurbrot. „Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur þegar samþykkt að núverandi starfsemi á lóðinni Klettagarðar 9 víki og þess vegna verður ekki séð annað en að lagst verði gegn beiðni um aukna starfsemi á lóðinni,“ segir Gísli. „Augljóst er að sú stefna sem hefur verið tekin fellur ekki að aukinni starfsemi, að auki þarf væntanlega að skoða sérstaklega hvort spilliefni og sóttmengaður úrgangur rúmist innan ákvæða deiliskipulags.“ Umhverfisstofnun hefur borið undir Reykjavíkurborg hvort leyfisumsóknin samræmist skipulagi en ekki hefur enn verið tekin afstaða til málsins hjá borginni. Daði segir nýja eigendur, Gamma Capital Management, hafa tekið við Hringrás í lok janúar þegar fyrri eigandi hafi orðið gjaldþrota. „Nýi eigandinn er heldur metnaðarfyllri heldur en fyrri eigendur,“ segir hann. Nú sé verið sé að skoða framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir.Valdimar Árnason, forstjóri Gamma capital management.Vísir/StefánAðspurður um mögulega nýja staðsetningu nefnir Daði Hafnarfjörð, Álfsnes, Grundartanga og Þorlákshöfn. „Við erum með samning hérna til 2023,“ segir hann. Bjartsýnasti tímaramminn um flutning starfseminnar sé tvö til þrjú ár. Nýi staðurinn þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Meðal annars sé verið endurvinna eitruð spilliefni. Það þurfi að gera eftir ákveðnum leiðum og flokka áður en efnin eru flutt til útlanda til endurvinnslu. Gott pláss þurfi fyrir brotajárn og aðgengi þurfi að höfn. „Menn verða að horfast í augu við það að þetta er kannski ekki heppilegasti staðurinn fyrir svona starfsemi eins og bent var hraustlega á í fyrrahaust þegar síðasti bruni varð,“ segir Daði. Þegar nefnt er að óheppnin hafi elt Hringrás með endurteknum stórbrunum svarar hann „Þetta er meira en óheppni, heldur var forvörnum og eftirliti ekki sinnt sem skyldi.“Frá slökkvistarfi á vinnusvæði Hringrásar í nóvember síðastliðnumVísir/ErnirÞannig útskýrir Daði að alger óþarfi sé að safna upp á starfssvæðinu bingjum af hjólbörðum sem valdið geti eldhættu. „Við erum nánast ekki með nein dekk á svæðinu okkar í Reykjavík í dag. Dekkin eru kurluð og við komum þessu einfaldlega jafnóðum til Sorpu sem notar þetta sem millilag á sorphaugunum í Álfsnesi,“ segir hann. Íbúar í nágrenninu geti því andað rólegar. „Við vinnum með slökkviliðinu og heilbrigðiseftirlitinu að því að hafa þetta í lagi svo ekki skapist stórhætta fyrir íbúa í nágrenninu ef eitthvað fer úrskeiðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01
Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19