Lífið

Fékk síðustu blómasendinguna frá látnum föður sínum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Faðir Sellers lést úr krabbameini þegar hún var 16 ára, að því er fram kemur í færslunni.
Faðir Sellers lést úr krabbameini þegar hún var 16 ára, að því er fram kemur í færslunni. Samsett mynd/Twitter/Bailey Sellers
Bailey Sellers, 21 árs bandarísk kona, deildi ljúfsárum myndum á Twitter-reikningi sínum í vikunni. Myndirnar sýndu blómvönd og skilaboð frá föður Sellers en hún hefur fengið slíkar sendingar á afmælisdegi sínum á hverju ári síðan faðir hennar lést.

„Ég sakna þín svo mikið, pabbi,“ skrifaði Sellers við myndirnar sem vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum. Twitter-notendur kepptust við að votta Sellers samúð sína og lofsama föður hennar og þá hafa yfir milljón manns „líkað“ við myndirnar.

Faðir Sellers lést úr krabbameini þegar hún var 16 ára, að því er fram kemur í færslunni. Áður en hann lést pantaði hann fimm blómasendingar fram í tímann, sem berast áttu Sellers á afmælisdegi hennar þangað til hún næði 21 árs aldri.

Nú er Sellers orðin 21 árs og sendingin í ár þess vegna sú síðasta. Færsluna, sem sýnir blómvöndinn, kort frá föðurnum og mynd af feðginunum, má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.