Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 17:30 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira