Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:00 Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn. Srí Lanka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn.
Srí Lanka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira