Ánægð að það skuli vera þessi gróska í hönnun í Hafnarfirði Magnús Guðmundsson skrifar 28. október 2017 11:30 Minkurinn í Sverrissalnum í Hafnarborg. Mynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“ Menning Tíska og hönnun Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira