Tónlist

Gæsa­húð gekk á milli gesta á Stuðmönnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Siggi Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Salka Sól voru stórkostleg.
Siggi Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Salka Sól voru stórkostleg. Kristinn R. Kristinsson

Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. 

Sigurður Bjóla átti nýverið 73 ára afmæli og er goðsögn í tónlistarheiminum rétt eins og Stuðmenn. Hann var hvað þekktastur sem söngvari og lagahöfundur í sveitinni Spilverk þjóðanna. 

Þríeykið Egill, Valgeir og Siggi höfðu ekki komið saman með Stuðmönnum í 49 ár og var því um sögulega endurfundi að ræða. 

Stuðmenn fengu nokkra af vinsælustu listamönnum landsins með sér í lið og má þar nefna Bríeti, Friðrik Dór, Magna, Mugison og Sölku Sól. 

Kristinn R. Kristinsson ljósmyndari var á svæðinu og náði þessum fallegu augnablikum: 

Dýrin í Týrol!Kristinn R. Kristinsson
Þórður Árnason glæsilegur í glæsilegum jakka.Kristinn R. Kristinsson
Friðrik Dór var í stuði.Kristinn R. Kristinsson
Líf og fjör á sviðinu.Kristinn R. Kristinsson
Magni, Egill og Siggi Bjóla flottir.Kristinn R. Kristinsson
Salka Sól sæta í bláu.Kristinn R. Kristinsson
Frikki Dór í fíling!Kristinn R. Kristinsson
Jakob Smári spilaði á bassa, Ásgeir á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar og Þórir Úlfarsson á píanóKristinn R. Kristinsson
Sviðsmyndin var algjört listaverk.Kristinn R. Kristinsson
Jakob Frímann, Sigurður Bjóla og Bríet.Kristinn R. Kristinsson
Ásgeir Óskarsson glæsilegur á trommunum.Kristinn R. Kristinsson
Salka Sól negldi nóturnar.Kristinn R. Kristinsson
Salka, Frikki og Ásgeir í mega stuði.Kristinn R. Kristinsson
Glæsilegur hópur.Kristinn R. Kristinsson
Bríet sló í gegn.Kristinn R. Kristinsson
Innlifun upp á tíu!Kristinn R. Kristinsson
Jakob Frímann.Kristinn R. Kristinsson
Guðmundur Pétursson lék listir sínar. Kristinn R. Kristinsson
Siggi Bjóla, Valgeir Guðjóns og Salka Sól trylltu lýðinn.Kristinn R. Kristinsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.