Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2017 09:44 Úr verslun ÁTVR. Vísir/GVA Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira