Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2017 09:44 Úr verslun ÁTVR. Vísir/GVA Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira