Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2017 09:44 Úr verslun ÁTVR. Vísir/GVA Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“ Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“ Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“ Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið: „Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“ Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira