Tala við gerendur um heimilisofbeldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. október 2017 10:00 Sissel Meling segir afar áhrifaríkt að eiga samtal við gerendur og þolendur og upplýsa þá um hættu vegna heimilisofbeldis. Vísir/Ernir Lögreglumál „Samtal við gerendur og þolendur er mikilvægt, það má ekki þegja um hættuna vegna heimilisofbeldis,“ segir Sissel Meling, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Noregi á ráðstefnu Jafnréttisstofu um þverfaglega samvinnu í heimilisofbeldismálum sem haldin var á Þjóðminjasafninu í síðustu viku. Sissel deildi reynslu norsku lögreglunnar af kanadískri aðferð sem er skammstöfuð SARA, við mat á hættu vegna heimilisofbeldis. Rætt er við bæði geranda og þolanda og hættan metin á því hvort sá sem beitt hefur maka sinn ofbeldi geri það aftur. Verklagið er tekið til fyrirmyndar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í breyttu verklagi gegn heimilisofbeldi. „Við eigum oftast eitt hvetjandi samtal við bæði geranda og þolanda. Við hvetjum gerendur til að sækja sér aðstoð og ræðum hvað þarf að breytast í hegðun og lífi geranda til þess að hann beiti ekki ofbeldi,“ segir Sissel og segir samtalið áhrifaríkt. „Þetta samtal dugir oftast þótt við glímum enn við ný tilfelli og þau erfiðari sem fela í sér ítrekuð brot á nálgunarbanni. Lífshættulegt heimilisofbeldi er hins vegar á undanhaldi, þótt það sé auðvitað erfitt að halda slíku fram,“ segir Sissel og segir markmiðið með samtölum lögreglu að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og morð. „Þolandi gæti viljað hitta okkur oftar en einu sinni og það er velkomið. Mín reynsla er sú að þær konur sem eru í þessum erfiðu aðstæðum þurfa meiri tengingu við raunveruleikann. Þær hafa fjarlægst hann til að þola betur aðstæður sínar. Það er þeim lífsnauðsynlegt að vakna til vitundar og lögreglan gagnast vel í því að ræða við þolendur um aðstæður þeirra. Við höfum reynsluna, við höfum séð það margsinnis hvernig heimilisofbeldi stigmagnast. Ég get nefnt dæmi um konu sem við ræddum við. Hnífi var haldið við háls hennar, maki hennar gerði tilraun til að kyrkja hana. Hún fór á sjálfsvarnarnámskeið sér til styrkingar. Við spurðum hana hins vegar hvernig hún myndi verjast því að hann reyndi að skjóta hana og greindum henni frá alvarleika málsins,“ segir Sissel. „Þetta er á ábyrgðarsviði lögreglunnar. Læknir gæti sinnt þessu hlutverki líka, en við getum það enn frekar því við sjáum glöggt hvernig heimilisofbeldi getur stigmagnast þar til þolandinn er jafnvel myrtur,“ segir Sissel og nefnir að auki að lykill að árangri sé að bæði þolandi og gerandi séu samþykkir eftirfylgni lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Lögreglumál „Samtal við gerendur og þolendur er mikilvægt, það má ekki þegja um hættuna vegna heimilisofbeldis,“ segir Sissel Meling, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Noregi á ráðstefnu Jafnréttisstofu um þverfaglega samvinnu í heimilisofbeldismálum sem haldin var á Þjóðminjasafninu í síðustu viku. Sissel deildi reynslu norsku lögreglunnar af kanadískri aðferð sem er skammstöfuð SARA, við mat á hættu vegna heimilisofbeldis. Rætt er við bæði geranda og þolanda og hættan metin á því hvort sá sem beitt hefur maka sinn ofbeldi geri það aftur. Verklagið er tekið til fyrirmyndar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í breyttu verklagi gegn heimilisofbeldi. „Við eigum oftast eitt hvetjandi samtal við bæði geranda og þolanda. Við hvetjum gerendur til að sækja sér aðstoð og ræðum hvað þarf að breytast í hegðun og lífi geranda til þess að hann beiti ekki ofbeldi,“ segir Sissel og segir samtalið áhrifaríkt. „Þetta samtal dugir oftast þótt við glímum enn við ný tilfelli og þau erfiðari sem fela í sér ítrekuð brot á nálgunarbanni. Lífshættulegt heimilisofbeldi er hins vegar á undanhaldi, þótt það sé auðvitað erfitt að halda slíku fram,“ segir Sissel og segir markmiðið með samtölum lögreglu að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og morð. „Þolandi gæti viljað hitta okkur oftar en einu sinni og það er velkomið. Mín reynsla er sú að þær konur sem eru í þessum erfiðu aðstæðum þurfa meiri tengingu við raunveruleikann. Þær hafa fjarlægst hann til að þola betur aðstæður sínar. Það er þeim lífsnauðsynlegt að vakna til vitundar og lögreglan gagnast vel í því að ræða við þolendur um aðstæður þeirra. Við höfum reynsluna, við höfum séð það margsinnis hvernig heimilisofbeldi stigmagnast. Ég get nefnt dæmi um konu sem við ræddum við. Hnífi var haldið við háls hennar, maki hennar gerði tilraun til að kyrkja hana. Hún fór á sjálfsvarnarnámskeið sér til styrkingar. Við spurðum hana hins vegar hvernig hún myndi verjast því að hann reyndi að skjóta hana og greindum henni frá alvarleika málsins,“ segir Sissel. „Þetta er á ábyrgðarsviði lögreglunnar. Læknir gæti sinnt þessu hlutverki líka, en við getum það enn frekar því við sjáum glöggt hvernig heimilisofbeldi getur stigmagnast þar til þolandinn er jafnvel myrtur,“ segir Sissel og nefnir að auki að lykill að árangri sé að bæði þolandi og gerandi séu samþykkir eftirfylgni lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira