Innlent

Ökumaðurinn ómeiddur en lögregluþjónar með áverka

Mynd/Haraldur Ási
Ökumaður bíls sem neitaði að stöðva fyrir lögreglu slapp ómeiddur frá árekstri við lögreglubíl í nótt, en lögregluþjónar hlutu minniháttar áverka. Lögreglubíll sem maðurinn ók á er líklegast ónýtur, en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregluþjónar Lögreglunnar á Suðurlandi urðu mannsins varir við almennt umferðareftirlit skömmu fyrir miðnætti í gær og ætluðu að kanna ástand ökumanns og bíls.

Maðurinn gaf hins vegar í þegar reynt var að stöðva hann við Steingrímsstöð á Þingvallavegi og hófst eftirför.

Eftirförin stóð óslitið frá Þingvallavegi, gegnum þjóðgarðinn og inn á Kjósaskarðsveg. Þar var veginum lokað við Hvalfjarðarveg. Ökumaðurinn stoppaði við lokunina en bakkaði svo á mikilli ferð framan á lögreglubílinn sem hafði veitt honum eftirför. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var bíllinn nánast kyrrstæður þegar áreksturinn varð.

Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sérsveitar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Vesturlandi.

Mynd/Haraldur Ási
Mynd/Haraldur Ási
Mynd/Haraldur Ási
Mynd/Haraldur Ási
Mynd/Haraldur Ási
Mynd/Haraldur Ási

Tengdar fréttir

Lögreglan ók bíl út af

Lögreglan handtók skömmu eftir miðnætti ökumann sem ekki hafði sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×