Einn stærsti skógur Íslands að verða til á Skeiðarársandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2017 22:10 Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar. Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar.
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00