Einn stærsti skógur Íslands að verða til á Skeiðarársandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2017 22:10 Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar. Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Sjá meira
Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar.
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir