Einn stærsti skógur Íslands að verða til á Skeiðarársandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2017 22:10 Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar. Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar.
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00