Einn stærsti skógur Íslands að verða til á Skeiðarársandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2017 22:10 Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar. Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Hratt landnám birkis á Skeiðarársandi er einhver magnaðasti atburður sem nú á sér stað í náttúru landsins, að mati plöntuvistfræðings. Skógurinn sem þar er að myndast stefnir í að verða einn sá stærsti á Íslandi. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því náttúruvísindamenn fóru fyrst að gefa gaum að agnarsmáum vaxtarsprotum birkis á svörtum Skeiðarársandinum. Núna er þarna kominn vísir að vöxtulegum skógi og þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli sýnir okkur tré sem nálgast fjögurra metra hæð. „Þetta er dásamlegt og gaman að geta orðið vitni að þessum breytingum á ekki lengri tíma. Ég flutti hingað 2009 og þá rétt greindi maður svona græna slikju. En síðan þá finnst manni maður bara vera kominn í skóg,” segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fyrir aftan má sjá um fjögurra metra hátt birkitré.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta kröftuga landnám birkisins þykir svo merkilegt að það er orðið viðamikið rannsóknarefni vísindamanna undir forystu plöntuvistfræðinganna Kristínar Svavarsdóttur og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur. Kristín telur þetta raunar með því magnaðasta sem er að gerast í náttúru landsins, svo hratt breiðist skógurinn út. „Maður sér mikinn mun á hverju ári. Þetta er mjög vöxtulegur skógur að verða,” segir Regína. Kristín Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslunni, segir kenningar um að þetta hafi byrjað á einum atburði árið 1990 við óvenju hagstæðar aðstæður. Þá hafi orðið fræregn úr Skaftafellsbrekkum eða Bæjarstaðaskógi eða báðum.Horft af Skeiðarársandi í átt til Bæjarstaðaskógar. Tindurinn Þumall í Morsárdal sést hægra megin,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Elstu birkitrén eru farin að sá sér sjálf og reiknast vísindamönnum til að skógurinn þekji nú yfir þrjátíu ferkílómetra svæði. Með sama áframhaldi má spyrja hvort nafnið Skeiðarársandur verði úrelt í framtíðinni, - það þurfi kannski að nefna svæðið Skeiðarárskóg. En gæti sandurinn endað sem einn allsherjar skógur? „Svei mér þá. Það lítur allt út fyrir það,” svarar Regína þjóðgarðsvörður. Og plöntuvistfræðingurinn Kristín Svavarsdóttir segir að ef birkið verði ekki fyrir áfalli vaxi þarna upp einn af stærstu skógum Íslands.Birkið breiðist hratt út og teygir sig nú suður fyrir þjóðveginn um sandinn. Ingólfshöfði sést í fjarska.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við þurfum ekkert alltaf að vera með puttana í náttúrunni, sko. Hún sér alveg um sig sjálf. Og þetta gerist bara af sjálfsdáðum, sem er mjög gaman að sjá,” segir Regína. Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 er áætluð útbreiðsla birkisins á Skeiðarársandi ranglega sögð yfir þrjátíu hektarar. Hið rétta er: Yfir þrjátíu ferkílómetrar.
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00