Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:03 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent