Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:03 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira