Grænlandssöfnunin komin í 27 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2017 09:45 Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou eru nýjir talsmenn söfnunarinnar. Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent