Grænlandssöfnunin komin í 27 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2017 09:45 Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou eru nýjir talsmenn söfnunarinnar. Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“ Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira