Þrjátíu ár og tugir platna Benedikt Bóas skrifar 13. september 2017 09:00 „Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán. Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán.
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira