Brynjar hættir á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2017 10:54 Víst er að margir eiga eftir að sakna Brynjars af Facebook, hvar hann hefur látið eitt og annað vaða sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira