Lífið samstarf

Góð tilfinning að opna nýja bók

Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Smáralind. myndir/Stefán
Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Smáralind. myndir/Stefán
KYNNING: Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Smáralind, segir þá sterku hefð að gefa bækur í jólagjöf síst á undanhaldi. Í Pennanum Eymundsson bjóðist allt úrval bókaútgáfu og góð þjónusta.

Jólagjöfin gæti leynst í Pennanum Eymundsson.
Við erum með allt úrvalið af bókaútgáfu í hillunum hjá okkur. Við fluttum í sumar á nýjan stað í Smáralind en bjóðum upp á sama góða úrvalið eftir sem áður. Hér ættu allir að finna það sem þá vantar í jólapakkann. Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu og aðstoðum fólk við að finna bækurnar sem það leitar að, einnig þegar fólk er að leita að góðri gjöf fyrir til dæmis tíu ára stelpu eða sjö ára strák og vantar hugmyndir. Við leggjum okkur fram um að kynna okkur bækurnar vel,“ segir Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Smáralind. 

KYNNING: Eygló Birgisdóttir Verslunarstjóri Eymundsson Smáralind
„Við erum einnig með mjög gott úrval af ýmsum erlendum bókum, skáldverkum, gjafabókum, matreiðslubókum og fleiru. Allar bækur er hægt að merkja með skiptimiða en við erum einnig með gott úrval titla í janúar ef fólk vill skipta jólagjöfinni.“

„Við fluttum í sumar á nýjan stað í Smáralind en bjóðum upp á sama góða úrvalið eftir sem áður.“
Bókin ekki á undanhaldi

„Það eru alltaf einhverjir titlar sem seljast betur en aðrir og metsölulistinn okkar er tekinn fyrir vikulega. Arnaldur og Yrsa keppast dálítið um efstu sætin þar núna og svo komast alltaf einhverjar af barnabókunum inn á heildarlistann. Íslendingar kaupa bækur fyrir jólin og hefð hjá mörgum að gefa alltaf bækur í jólagjöf. Bókin er ekki að fara neitt,“ segir Eygló og sem dæmi um það sé að fólk sem öðlast frægð á netinu gefi sitt efni út á bók.

Gott úrval titla er að finna í hillum verslunarinnar.
„Ein bókanna sem rötuðu á metsölulistann okkar er eftir Snapchat stjörnu. Fólk segir gjarnan að netið muni taka yfir og bókin muni lognast út af en bloggarar og Snapchat stjörnur gefa líka út bækur. Netið styrkir bókina, fólk fylgist með þessum aðilum á netinu en kaupir líka bókina þeirra. Það er allt önnur tilfinning sem fylgir því að opna nýja bók og fletta henni milli handa en að kveikja á skjá. Á aðventunni vill fólk hafa góða bók að lesa og slappa af uppi í sófa. Það er ekkert á undanhaldi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×