Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. október 2017 20:30 Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent