Óttarr segir mál matreiðslunemans ömurlegt 23. nóvember 2017 07:00 Óttarr Proppé, fráfarandi heilbrigðisráðherra og formaður nefndar sem samdi drög að nýjum útlendingalögum. „Þetta er ömurlegt mál og ekki í takti við vilja nefndarinnar þegar við vorum að vinna þetta,“ segir Óttarr Proppé. Hann var formaður þverpólitískrar þingmannanefndar sem samdi drög að nýjum útlendingalögum á þar síðasta kjörtímabili. Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui skuli ekki fá námsmannadvalarleyfi hér á landi. Ástæðan er sú að í nýjum útlendingalögum er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Óttarr segir að það hafi verið ætlun nefndarinnar að tekið yrði tillit til iðnnáms. „Þetta er lesið miklu þrengra af kærunefndinni heldur en við hefðum gert ráð fyrir í þingmannahópnum,“ segir Óttarr. Óttarr segir að þingmannanefndin hafi lagt til að skipuð yrði nefnd til að fylgja lögunum og innleiðingunni eftir til þess að geta tekið á hnökrum sem fyrirsjáanlegt var að gætu komið upp á í þessari risastóru löggjöf. Sú nefnd hefur ekki verið skipuð. Óttarr leggur áherslu á að nýju Útlendingalögin séu gríðarlega flókin. „Ég held að lagabókstafurinn sé vel yfir 100 síður,“ segir hann og bendir á að þetta sé með flóknustu og umfangsmestu lagasetningum sem hafi verið gerð. „Þannig að þrátt fyrir tiltölulega góðan undirbúning var alltaf vitað að við yrðum að læra af þessu og breyta hlutunum í framkvæmd.“Chuong Le Bui er gert að yfirgefa Ísland á næstu dögum, samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála. Hún hefur sótt um frestun réttaráhrifa og þarf að rökstyðja þá frestun þann 27. nóvember.vísir/stefánÁ undanförnum árum hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana, bæði í ráðuneytunum og á Alþingi til að bæta lagasetningu. En mistökin gerast enn. „Ég held að það hafi allt verið í rétta átt. Það hefur sömuleiðis verið byggt undir getu og styrk þingsins,“ segir Óttarr og bendir á að sérfræðiþjónusta á nefndarsviði hafi verið aukin. „Það sem kannski hefur verið landlægt á Íslandi er að löggjöf hefur oft verið unnin hratt miðað við í Evrópu, þar sem hefur verið siður að lagabreyting hefur verið unnin í löngu ferli og jafnvel á nokkrum árum,“ segir Óttar. Hann segir að margt hafi verið til fyrirmyndar við vinnslu nýju útlendingalaganna. Málið hafi verið unnið þverpólitískt og í samstarfi við þá sem vinna í faginu. „Það var að mörgu leyti til fyrirmyndar þó að kannski megi segja að í þessu tilfelli hefðu lögin orðið betri ef við hefðum verið einu til tveimur árum lengur að vinna ferlið. En það var bara eiginlega ekki í boði,“ segir Óttarr. Óttarr segir Íslendinga vera að sumu leyti því marki brennda að vera fámenn þjóð með tiltölulega veikar stofnanir til að takast á við jafn flókin verkefni í lagasetningu og stærri lönd. „Það þýðir að við erum í mörgum tilvikum að reyna á þanþolið og getuna.“ Efast um að mistök hafi verið gerðNýju útlendingalögin voru unnin á þar síðasta kjörtímabili. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sagt að sú skilgreining sem kemur fram á námi sé of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn hafi staðið til. Í ráðuneytinu fer fram undirbúningur að breytingu á lögunum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur í efa að um mistök hafi verið að ræða. „Ég er nú ekkert viss um að þetta hafi verið mistök. Ég held að þeir sem voru að semja þetta frumvarp hafi ekkert litið á nám nema háskólanám og starfsnám væri bara ekki þar inni í þeirra huga. En það kann að vera að þetta hafi verið mistök,“ sagði Brynjar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gær. Brynjar segist andvígur nýju lögunum. „Ég sagði að þau væru vanhugsuð og sat hjá við afgreiðslu þeirra. Enda óttast ég að þegar það kemur fram þverpólitískt frumvarp, þá sé það aldrei vænlegt til árangurs.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Ákveðið hefur verið að vísa víetnamskri konu úr landi eftir tveggja og hálfs árs dvöl og starf á Íslandi. Eftir breytingar á lögum nær dvalarleyfi fyrir námsmenn ekki lengur til iðnnema. Yfirmaður konunnar segir ákvörðunina fráleita. 26. október 2017 06:00 Ekki ætlunin að undanskilja iðnnema "Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. 27. október 2017 06:00 Iðnnám ekki nám í skilningi laga Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það þarfnist viðhorfsbreytingar stjórnvalda gagnvart iðnnámi, en síðustu áramót tóku gildi lagabreytingar sem meta iðnnám ekki nám í lagalegum skilningi. 21. nóvember 2017 12:55 Gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að synja víetnamskri konu, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, um námsmannadvalarleyfi. 20. nóvember 2017 14:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Þetta er ömurlegt mál og ekki í takti við vilja nefndarinnar þegar við vorum að vinna þetta,“ segir Óttarr Proppé. Hann var formaður þverpólitískrar þingmannanefndar sem samdi drög að nýjum útlendingalögum á þar síðasta kjörtímabili. Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui skuli ekki fá námsmannadvalarleyfi hér á landi. Ástæðan er sú að í nýjum útlendingalögum er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Óttarr segir að það hafi verið ætlun nefndarinnar að tekið yrði tillit til iðnnáms. „Þetta er lesið miklu þrengra af kærunefndinni heldur en við hefðum gert ráð fyrir í þingmannahópnum,“ segir Óttarr. Óttarr segir að þingmannanefndin hafi lagt til að skipuð yrði nefnd til að fylgja lögunum og innleiðingunni eftir til þess að geta tekið á hnökrum sem fyrirsjáanlegt var að gætu komið upp á í þessari risastóru löggjöf. Sú nefnd hefur ekki verið skipuð. Óttarr leggur áherslu á að nýju Útlendingalögin séu gríðarlega flókin. „Ég held að lagabókstafurinn sé vel yfir 100 síður,“ segir hann og bendir á að þetta sé með flóknustu og umfangsmestu lagasetningum sem hafi verið gerð. „Þannig að þrátt fyrir tiltölulega góðan undirbúning var alltaf vitað að við yrðum að læra af þessu og breyta hlutunum í framkvæmd.“Chuong Le Bui er gert að yfirgefa Ísland á næstu dögum, samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála. Hún hefur sótt um frestun réttaráhrifa og þarf að rökstyðja þá frestun þann 27. nóvember.vísir/stefánÁ undanförnum árum hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana, bæði í ráðuneytunum og á Alþingi til að bæta lagasetningu. En mistökin gerast enn. „Ég held að það hafi allt verið í rétta átt. Það hefur sömuleiðis verið byggt undir getu og styrk þingsins,“ segir Óttarr og bendir á að sérfræðiþjónusta á nefndarsviði hafi verið aukin. „Það sem kannski hefur verið landlægt á Íslandi er að löggjöf hefur oft verið unnin hratt miðað við í Evrópu, þar sem hefur verið siður að lagabreyting hefur verið unnin í löngu ferli og jafnvel á nokkrum árum,“ segir Óttar. Hann segir að margt hafi verið til fyrirmyndar við vinnslu nýju útlendingalaganna. Málið hafi verið unnið þverpólitískt og í samstarfi við þá sem vinna í faginu. „Það var að mörgu leyti til fyrirmyndar þó að kannski megi segja að í þessu tilfelli hefðu lögin orðið betri ef við hefðum verið einu til tveimur árum lengur að vinna ferlið. En það var bara eiginlega ekki í boði,“ segir Óttarr. Óttarr segir Íslendinga vera að sumu leyti því marki brennda að vera fámenn þjóð með tiltölulega veikar stofnanir til að takast á við jafn flókin verkefni í lagasetningu og stærri lönd. „Það þýðir að við erum í mörgum tilvikum að reyna á þanþolið og getuna.“ Efast um að mistök hafi verið gerðNýju útlendingalögin voru unnin á þar síðasta kjörtímabili. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sagt að sú skilgreining sem kemur fram á námi sé of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn hafi staðið til. Í ráðuneytinu fer fram undirbúningur að breytingu á lögunum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur í efa að um mistök hafi verið að ræða. „Ég er nú ekkert viss um að þetta hafi verið mistök. Ég held að þeir sem voru að semja þetta frumvarp hafi ekkert litið á nám nema háskólanám og starfsnám væri bara ekki þar inni í þeirra huga. En það kann að vera að þetta hafi verið mistök,“ sagði Brynjar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gær. Brynjar segist andvígur nýju lögunum. „Ég sagði að þau væru vanhugsuð og sat hjá við afgreiðslu þeirra. Enda óttast ég að þegar það kemur fram þverpólitískt frumvarp, þá sé það aldrei vænlegt til árangurs.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Ákveðið hefur verið að vísa víetnamskri konu úr landi eftir tveggja og hálfs árs dvöl og starf á Íslandi. Eftir breytingar á lögum nær dvalarleyfi fyrir námsmenn ekki lengur til iðnnema. Yfirmaður konunnar segir ákvörðunina fráleita. 26. október 2017 06:00 Ekki ætlunin að undanskilja iðnnema "Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. 27. október 2017 06:00 Iðnnám ekki nám í skilningi laga Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það þarfnist viðhorfsbreytingar stjórnvalda gagnvart iðnnámi, en síðustu áramót tóku gildi lagabreytingar sem meta iðnnám ekki nám í lagalegum skilningi. 21. nóvember 2017 12:55 Gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að synja víetnamskri konu, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, um námsmannadvalarleyfi. 20. nóvember 2017 14:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Ákveðið hefur verið að vísa víetnamskri konu úr landi eftir tveggja og hálfs árs dvöl og starf á Íslandi. Eftir breytingar á lögum nær dvalarleyfi fyrir námsmenn ekki lengur til iðnnema. Yfirmaður konunnar segir ákvörðunina fráleita. 26. október 2017 06:00
Ekki ætlunin að undanskilja iðnnema "Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. 27. október 2017 06:00
Iðnnám ekki nám í skilningi laga Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það þarfnist viðhorfsbreytingar stjórnvalda gagnvart iðnnámi, en síðustu áramót tóku gildi lagabreytingar sem meta iðnnám ekki nám í lagalegum skilningi. 21. nóvember 2017 12:55
Gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að synja víetnamskri konu, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, um námsmannadvalarleyfi. 20. nóvember 2017 14:13