Iðnnám ekki nám í skilningi laga Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 12:55 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira