Ósáttir við aðgerðir á vanhirtum búfénaði Sveinn Arnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Arnar Gústafsson, bóndi á Brimnesi. vísir/Sveinn Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira