Of margir með fasta búsetu í gistiskýlinu við Lindargötu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. mars 2017 22:24 Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“ Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“
Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45
Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45
Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00