Of margir með fasta búsetu í gistiskýlinu við Lindargötu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. mars 2017 22:24 Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“ Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“
Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45
Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45
Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00