Íþróttavika Evrópu verður líka á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 16:30 Ungir stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Aðrar íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Aðrar íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira