Hærri desemberuppbót elítu birtingarmynd misskiptingar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. Fréttablaðið/Stefán „Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira