Borið á því að starfsmenn virði ekki uppsagnarfrest Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 16:07 Láti starfsmenn af störfum innan uppsagnarfrests án þess að vinnuveitandi hafi samþykkt það geta þeir verið skaðabótaskyldir. Vísir/daníel Undanfarið hefur töluvert borið á því að starfsmenn láti af störfum án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest og án samþykkis vinnuveitanda. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að slíkt geti valdið vinnuveitendum miklu fjárhagslegu tjóni, sérstaklega í ástandi eins og nú þar sem er vart mælanlegt atvinnuleysi og erfitt að fá fólk til starfa með skömmum fyrirvara. Í kjarasamningum eru ákvæði um uppsagnarfrest sem bæði vinnuveitendum og starfsmönnum er skylt að vinna. Starfsmönnum er því skylt að vinna út uppsagnarfrest og vinnuveitenda að greiða starfsmanni laun út uppsagnarfrest nema komist sé að samkomulagi um annað, til dæmis að starfsmaður fái að hætta störfum þegar nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í hans stað.Skaðabótaskyldur ef samkomulag er ekki til staðar Starfsmaður sem neitar að virða uppsagnarfrest og gerist þannig sekur um ólögmætt brotthlaup úr starfi er skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum. Þá getur bótakrafa vinnuveitanda numið fjárhæð sem svarar til launa á hálfum uppsagnarfresti. Veinnuveitendum er heimilt að draga bótakröfu sína frá launum starfsmanns, en rétt er þó að horfa til þess sem má telja sanngjarnt. Á vef SA segir að vinnuveitandi þurfi að krefja starfsmann um bætur án ástæðulauss dráttar með sannanlegum hætti. Það gerir hann með því að senda starfsmanni bréf eða skeyti þar sem fram kemur hvaða afleiðingar brotthlaupið muni hafa í för með sér. Skaðabótaskyldan er þó ekki til staðar í þeim tilvikum sem vinnuveitandi hefur gerst sekur um alvarlegt brot gagnvart starfsmanni, til dæmis verulega vanefnd launa enda hafi starfsmaður kvartað formlega og gefið vinnuveitandanum nokkra daga frest til að bregðast við. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Undanfarið hefur töluvert borið á því að starfsmenn láti af störfum án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest og án samþykkis vinnuveitanda. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að slíkt geti valdið vinnuveitendum miklu fjárhagslegu tjóni, sérstaklega í ástandi eins og nú þar sem er vart mælanlegt atvinnuleysi og erfitt að fá fólk til starfa með skömmum fyrirvara. Í kjarasamningum eru ákvæði um uppsagnarfrest sem bæði vinnuveitendum og starfsmönnum er skylt að vinna. Starfsmönnum er því skylt að vinna út uppsagnarfrest og vinnuveitenda að greiða starfsmanni laun út uppsagnarfrest nema komist sé að samkomulagi um annað, til dæmis að starfsmaður fái að hætta störfum þegar nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í hans stað.Skaðabótaskyldur ef samkomulag er ekki til staðar Starfsmaður sem neitar að virða uppsagnarfrest og gerist þannig sekur um ólögmætt brotthlaup úr starfi er skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum. Þá getur bótakrafa vinnuveitanda numið fjárhæð sem svarar til launa á hálfum uppsagnarfresti. Veinnuveitendum er heimilt að draga bótakröfu sína frá launum starfsmanns, en rétt er þó að horfa til þess sem má telja sanngjarnt. Á vef SA segir að vinnuveitandi þurfi að krefja starfsmann um bætur án ástæðulauss dráttar með sannanlegum hætti. Það gerir hann með því að senda starfsmanni bréf eða skeyti þar sem fram kemur hvaða afleiðingar brotthlaupið muni hafa í för með sér. Skaðabótaskyldan er þó ekki til staðar í þeim tilvikum sem vinnuveitandi hefur gerst sekur um alvarlegt brot gagnvart starfsmanni, til dæmis verulega vanefnd launa enda hafi starfsmaður kvartað formlega og gefið vinnuveitandanum nokkra daga frest til að bregðast við.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira