Eigendur verslunnar Skugga héldu teiti á laugardaginn í tilefni þess að verslunin var opnuð í upphafi mánaðar. Í versluninni Skugga er lögð áhersla á hjólabretti og allt sem tengist því sporti. Í versluninni er því að finna fatnað, skó og annað sem hentar vel í hjólabrettaiðkun. Það var góð stemmning í teitinu þar sem þær Dj Yamaho og Dj Karítas héldu uppi stuðinu.
Steinar Fjeldsted og Ólafur Ingi Stefánsson, tveir af eigendum verslunarinnar, segja að loksins sé komin alvöru hjólabrettabúð í miðbæinn.
Alvöru hjólabrettabúð opnuð í miðbænum
Guðný Hrönn skrifar
