Brady biður þjálfara sinn afsökunar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 10:30 Brady og McDaniels á góðri stund. Vísir / Getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma. NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma.
NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Sjá meira