Skoða greiðsluþátttöku vegna ferðalaga til læknis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:30 Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira