Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2017 10:30 Fleiri karlar sögðust ætla að fara til Rússlands en konur. Vísir/Garðar Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira