Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:30 Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira