Hjartasteinn vinnur EUFA verðlaunin og hefur nú unnið til 45 alþjóðlegra verðlauna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 23:55 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun. Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun.
Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30
Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59
Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00