Nóbel í tónum í Norræna húsinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:15 Hrönn og Bylgja Dís ætla að flytja tilfinningaríka tónlist við ljóð tveggja Nóbelskálda. Vísir/Vilhelm Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni.
Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning