Innlent

Hálka og snjóþekja víða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Færðin er víða leiðinleg í dag.
Færðin er víða leiðinleg í dag. VÍSIR/ANTON
Vegagerðin varar við hálku víðsvegar á landinu í dag. Í útlistun á vef Vegagerðinnar kemur fram að hálka, hálkublettir, snjóþekja og sumstaðar krapi sé að finna á Suður- og Vesturlandi.

Þá er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum og víða éljagangur. Þæfingsfærð er á Þröskuldum og eins norður í Árneshrepp. Þungfært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja.

Hálka er á flestum vegum á Austurlandi og eins með suðausturströndinni.

Vegir á hálendinu eru að sama skapi flestir ófærir „enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma,“ eins og þar stendur. Þá er allur akstur bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×