Náttúran öll mun mildari Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 13:00 Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola. Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira