Náttúran öll mun mildari Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 13:00 Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola. Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira