„Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Sigríður og Tótla eiga saman tvær dætur. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira