Innlent

Umferðaróhapp lokar Fjarðarheiði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Fjarðarheiði í morgun. Þar er nú snjólag yfir öllu og sex stiga frost.
Frá Fjarðarheiði í morgun. Þar er nú snjólag yfir öllu og sex stiga frost. Vegagerðin
Fjarðarheiði er lokuð vegna umferðaróhapps og flughált er víða um land.

Vegagerðin segir í því samhengi að hákublettir og éljagangur séu á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða krapi er einnig að finna víða á Suðurlandi, þó aðallega í uppsveitum og á útvegum.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða hálkublettir á vegum og éljagangur mjög víða. Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja eða krapi. Á Suðurausturlandi er hálka, hálkublettir eða krapi. Flughálka er í Eldhrauni.

Vegir á hálendinu eru að sama skapi flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Austurlandi í morgun vegna óhappsins á Fjarðarheiði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×