Hrósið mikilvægt fyrir börn með ADHD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 22:00 ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira