„Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2017 20:00 Helgi Hrafn Gunnarsson er oddiviti Pírata í Reykjavík. Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira