Innlent

„Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórunn skipaði annað sæti listans fyrir kosningarnar á síðasta ári en sækist nú eftir fyrsta sæti. Hún veltir því fyrir sér hvort fyrrum forsætisráðherra hafi ekki þorað að taka slaginn.
Þórunn skipaði annað sæti listans fyrir kosningarnar á síðasta ári en sækist nú eftir fyrsta sæti. Hún veltir því fyrir sér hvort fyrrum forsætisráðherra hafi ekki þorað að taka slaginn. Vísir/Samsett

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, velti fyrir sér hvort Sigmundur Davíð Guðlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði einfaldlega ekki þorað að taka slaginn við sig um oddvitasæti Norðausturkjördæmis í þingkosningunum sem eru að fara í hönd.

Þórunn tilkynnti á föstudag að hún hefði ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og veitti þannig Sigmundi mótframboð. Sigmundur tilkynnti aftur á móti í dag, með ítarlegu bréfi sem hann birti á vefsíðu sinni að hann hygðist yfirgefa Framsóknarflokkinn. Þar segir meðal annars að vinnubrögð flokksins væru honum þvert um geð.

Í útvarpsfréttum á Bylgjunni ræddi fréttamaður við Þórunni Egilsdóttur sem segir ákvörðun Sigmundar ekki koma sér á óvart. Hann hafi ekki unnið mikið með þeim upp á síðkastið og þá hafi hann ekki heldur „verið í takt“ við flokksfélaga sína í Framsókn.

Aðspurð hvort hún telji að þetta komi til með að skaða Framsóknarflokkinn svarar Þórunn að það eigi eftir að koma í ljóst hvernig þetta spilast en hún segir að það hafi verið hugur í Framsóknarmönnum á málefnalegum og góðum fundi í dag. „Menn eru bara tilbúnir í kosningar,“ segir Þórunn að endingu.


Tengdar fréttir

Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar

Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.