Eldri borgurum ýtt út í svarta hagkerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 10:59 Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Vísir/Eyþór Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir að breytt frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega ýti fólki út í svarta hagkerfið. Frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega lækkaði um áramótin úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund krónur. Ellert segir að lækkunin hafi slæm áhrif á andlega heilsu fólks. Rætt var við Ellert í Bítinu á Bylgjunni í morgun í kjölfar greinar sem Ellert skrifaði í Fréttablaðið í dag. „Ég óttast að það sé niðurstaðan,“ segir Ellert aðspurður um hvort að lækkun á frítekjumarki hafi þær afleiðingar að eldri borgarar vinni frekar svart. „Fólk er náttúrulega að reyna að bjarga sér. Það segir takk fyrir en ég get ekki farið að vinna hjá þér því ég fæ ekki nema 25% af því í greiðslu ef ég er að fá bætur hjá almenna kerfinu. Þannig að fólki er ýtt út í þetta svarta kerfi.“ Dæmið ekki reiknað út „Það hefur verið rifjað upp að þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn hafa allir lofað því að breyta þessu fyrirkomulagi eða hjálpa fólki til þess að auka tekjur sínar með því að taka þátt í samfélaginu. Svo er niðurstaðan sú að það sé ekki hægt að gera það einn-tveir-og-þrír og þeir þurfa fimm ár til að hækka þá tölu sem eldra fólk fær í laun fyrir að vera ennþá þátttakendur í samfélaginu. Fátæktargildra er það sem ég hef kallað það. Sem þýðir að ef þú vinnur þér inn eitthvað meira heldur en þeim líkar þá er það bara skert og skorið niður.“ Hann bendir á að fólk borgi skatta af auknum tekjum sem komi á móti útgjöldum ríkisins. „Þetta dæmi hefur ekkert verið reiknað út eða kynnt opinberlega þannig að einhver skilji það. vandinn er kannski sá að þeir eru búnir að búa til einhverja fjármálaáætlun niðri á Alþingi, ríkisstjórnin og flokkarnir sem að henni standa. Þeir kalla þetta fjármálaáætlun sem stendur næstu þrjú árin. Þannig muni þetta fólk, sem núna býr við frítekjumark eða skerðingu á því, þá fái það einhverjar 100 þúsund krónur og komist upp í 100 prósent þegar þessi tími er liðinn. Ég hef sagt bara „díses kræst, hvað lifa margir það af?““ segir Ellert.Slæm áhrif á andlega heilsu Hann bendir á að eldri borgarar hafi þegar lagt fram mikla vinnu, þekkingu og samstarf til samfélagsins þegar það fer á eftirlaun. „Þetta fólk sem er komið á þennan aldur hefur lagt fram til samfélagsins vinnu, þekkingu, samstarf. Af hverju á fólk ekki að njóta þessa síðasta tímabils sem við fáum að lifa? Ég verð að taka það fram, svo að ég sé ekki að fara með einhverja harma, það er fjöldinn allur af fólki sem hefur það ágætt og því líður vel og það nýtur þess að lifa áhyggjulausu aldurskvöldi. Við erum náttúrulega að tala fyrir hönd þeirra sem standa verst. Það er verkefni sem skiptir máli.“ Ellert segir að nýja fyrirkomulagið hafi gríðarleg andleg áhrif á fólk. Það valdi kvíða, uppgjöf, ótta og reiði. „Ég hef náttúrulega engar tölur um það hversu margir gjalda þessa fyrirkomulags en það liggur fyrir að allt um 25% af því fólki sem er komið á þennan aldur, það nýtur góðs af almannatryggingum og bjargar sér, eða fær einhverjar greiðslur frá þeim. Þó að þetta séu ekki allir aldraðir þá er þetta stór hópur og ég hef nú giskað á það að það sé allt upp í, í Reykjavík einni, um 4000 manns.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir að breytt frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega ýti fólki út í svarta hagkerfið. Frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega lækkaði um áramótin úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund krónur. Ellert segir að lækkunin hafi slæm áhrif á andlega heilsu fólks. Rætt var við Ellert í Bítinu á Bylgjunni í morgun í kjölfar greinar sem Ellert skrifaði í Fréttablaðið í dag. „Ég óttast að það sé niðurstaðan,“ segir Ellert aðspurður um hvort að lækkun á frítekjumarki hafi þær afleiðingar að eldri borgarar vinni frekar svart. „Fólk er náttúrulega að reyna að bjarga sér. Það segir takk fyrir en ég get ekki farið að vinna hjá þér því ég fæ ekki nema 25% af því í greiðslu ef ég er að fá bætur hjá almenna kerfinu. Þannig að fólki er ýtt út í þetta svarta kerfi.“ Dæmið ekki reiknað út „Það hefur verið rifjað upp að þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn hafa allir lofað því að breyta þessu fyrirkomulagi eða hjálpa fólki til þess að auka tekjur sínar með því að taka þátt í samfélaginu. Svo er niðurstaðan sú að það sé ekki hægt að gera það einn-tveir-og-þrír og þeir þurfa fimm ár til að hækka þá tölu sem eldra fólk fær í laun fyrir að vera ennþá þátttakendur í samfélaginu. Fátæktargildra er það sem ég hef kallað það. Sem þýðir að ef þú vinnur þér inn eitthvað meira heldur en þeim líkar þá er það bara skert og skorið niður.“ Hann bendir á að fólk borgi skatta af auknum tekjum sem komi á móti útgjöldum ríkisins. „Þetta dæmi hefur ekkert verið reiknað út eða kynnt opinberlega þannig að einhver skilji það. vandinn er kannski sá að þeir eru búnir að búa til einhverja fjármálaáætlun niðri á Alþingi, ríkisstjórnin og flokkarnir sem að henni standa. Þeir kalla þetta fjármálaáætlun sem stendur næstu þrjú árin. Þannig muni þetta fólk, sem núna býr við frítekjumark eða skerðingu á því, þá fái það einhverjar 100 þúsund krónur og komist upp í 100 prósent þegar þessi tími er liðinn. Ég hef sagt bara „díses kræst, hvað lifa margir það af?““ segir Ellert.Slæm áhrif á andlega heilsu Hann bendir á að eldri borgarar hafi þegar lagt fram mikla vinnu, þekkingu og samstarf til samfélagsins þegar það fer á eftirlaun. „Þetta fólk sem er komið á þennan aldur hefur lagt fram til samfélagsins vinnu, þekkingu, samstarf. Af hverju á fólk ekki að njóta þessa síðasta tímabils sem við fáum að lifa? Ég verð að taka það fram, svo að ég sé ekki að fara með einhverja harma, það er fjöldinn allur af fólki sem hefur það ágætt og því líður vel og það nýtur þess að lifa áhyggjulausu aldurskvöldi. Við erum náttúrulega að tala fyrir hönd þeirra sem standa verst. Það er verkefni sem skiptir máli.“ Ellert segir að nýja fyrirkomulagið hafi gríðarleg andleg áhrif á fólk. Það valdi kvíða, uppgjöf, ótta og reiði. „Ég hef náttúrulega engar tölur um það hversu margir gjalda þessa fyrirkomulags en það liggur fyrir að allt um 25% af því fólki sem er komið á þennan aldur, það nýtur góðs af almannatryggingum og bjargar sér, eða fær einhverjar greiðslur frá þeim. Þó að þetta séu ekki allir aldraðir þá er þetta stór hópur og ég hef nú giskað á það að það sé allt upp í, í Reykjavík einni, um 4000 manns.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00