Litli frændi forsetans kveikir í internetinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. september 2017 15:30 JóiPé og KRÓLI eru að gera allt vitlaust með nýjasta laginu sínu B.O.B.A. Vísir/Anton Brink Á mánudaginn kom lagið B.O.B.A. með þeim JóaPé og KRÓLA út á YouTube og hefur vægast sagt verið vel tekið í þetta hressa lag þeirra drengja. Það er til að mynda komið í 70 þúsund spilanir þegar þessi orð eru rituð og trónir á toppnum yfir vinsælustu myndböndin á landinu. Þessar tölur gætu mögulega verið Íslandsmet, en erfitt er að segja til um það. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar viðtökur – eiginlega alveg rosalegar. Ég bjóst alls ekki við þessu, bara svolítið,“ segir JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson eins og hann heitir. Kannski er vert að minnast á það áður en við höldum lengra að Patrekur Jóhannesson er faðir hans – og forseti Íslands þá föðurbróðir hans. KRÓLI er Kristinn Óli Haraldsson.Plata á föstudag JóiPé gaf í sumar út lagið Ég vil það með söngvaranum Chase, sem rauk einnig upp vinsældalistann. „Við erum að gefa út plötu á föstudaginn. Þetta er átta laga plata sem heitir GerviGlingur. Við erum búnir að vera að vinna hana með Starra [úr Landabois] og Þormóði – Þormóður er frá Ísafirði og gerði taktinn við B.O.B.A. Síðan er það hann Darri sem hefur verið að mixa og mastera plötuna," segir JóiPé. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli en samt gaman að vera búinn að klára. Það verður útgáfupartí á laugardaginn á Prikinu. DJ Egill Spegill hitar upp og svo tökum við lög af plötunni. Landabois spila líka.“ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á mánudaginn kom lagið B.O.B.A. með þeim JóaPé og KRÓLA út á YouTube og hefur vægast sagt verið vel tekið í þetta hressa lag þeirra drengja. Það er til að mynda komið í 70 þúsund spilanir þegar þessi orð eru rituð og trónir á toppnum yfir vinsælustu myndböndin á landinu. Þessar tölur gætu mögulega verið Íslandsmet, en erfitt er að segja til um það. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar viðtökur – eiginlega alveg rosalegar. Ég bjóst alls ekki við þessu, bara svolítið,“ segir JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson eins og hann heitir. Kannski er vert að minnast á það áður en við höldum lengra að Patrekur Jóhannesson er faðir hans – og forseti Íslands þá föðurbróðir hans. KRÓLI er Kristinn Óli Haraldsson.Plata á föstudag JóiPé gaf í sumar út lagið Ég vil það með söngvaranum Chase, sem rauk einnig upp vinsældalistann. „Við erum að gefa út plötu á föstudaginn. Þetta er átta laga plata sem heitir GerviGlingur. Við erum búnir að vera að vinna hana með Starra [úr Landabois] og Þormóði – Þormóður er frá Ísafirði og gerði taktinn við B.O.B.A. Síðan er það hann Darri sem hefur verið að mixa og mastera plötuna," segir JóiPé. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli en samt gaman að vera búinn að klára. Það verður útgáfupartí á laugardaginn á Prikinu. DJ Egill Spegill hitar upp og svo tökum við lög af plötunni. Landabois spila líka.“
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira