Innlent

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut næstu vikur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Verulega verður þrengt að umferð um Kringlumýrarbraut næstu vikur
Verulega verður þrengt að umferð um Kringlumýrarbraut næstu vikur Vísir/Vilhelm
Búast má við miklum umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12. til 26. september. Tafirnar gætu líka haft áhrif á umferð um Miklubraut. Endurnýja á stofnlögn kalds vatns frá lokahúsi við Stigahlíð 33a yfir Kringlumýrarbraut.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að með nýrri lögn sé rekstraröryggi vatnsveitunnar aukið og komið sé til móts við aukna þörf á köldu vatni vegna þéttingar byggðar í vesturhluta borgarinnar, meðal annars til brunavarna.

Framkvæmdir hefjast á þriðjudagsmorgun og stendur verkið yfir í tvær vikur en þann tíma verður verulega þrengt að umferð. Þó verða opnar akreinar í báðar áttir en ökumenn þurfa að gera ráð fyrir auknum ferðatíma á þessari leið, sérstaklega á háannatíma.

Eins og áður sagði gæti þrengingin á Kringlumýrarbraut einnig haft áhrif á umferð um Miklubraut og er vegfarendum bent á að fara aðrar leiðir sé þess kostur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×