Innlent

Ógnuðu 14 ára drengjum með eggvopni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ránstilraunin átti sér stað í Breiðholti. Drengirnir náðu að hlaupa í burtu.
Ránstilraunin átti sér stað í Breiðholti. Drengirnir náðu að hlaupa í burtu. Vísir/pjetur
Lögreglan fékk ábendingu á níunda tímanum í gærkvöldi um par sem reynt hafði að ræna þrjá 14 ára drengi í Breiðholti. Er það sagt hafa verið á höttunum eftir farsímum drengjanna, verið í annarlegu ástandi og á það að hafa ógnað drengjunum með eggvopni.

Drengirnir náðu hins vegar að hlaupa frá vettvangi og tilkynna lögreglu. Parið var handtekið og vistað í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Af öðrum verkefnum lögreglu ber helst að nefna tilkynningu um líkamsárás í Hafnarfirði, skömmu fyrir klukkan 5 í morgun. Var ungur maður handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa ráðist á unga konu og tekið af henni lykla og síma. 

Þá var maður fluttur á slysadeild eftir hjólreiðaslys við Fífuna í Kópavogi um klukkan 22. Maðurinn er sagður hafa lent á höfðinu og talinn hafa rotast. Maðurinn var bólginn í andliti og með skurði og að sögn lögreglunnar rankaði hann við sér þegar sjúkrabifreið kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×