Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og vandræðakötturinn Gosi. Mynd/Aldís Hafsteinsdóttir „Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira