Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og vandræðakötturinn Gosi. Mynd/Aldís Hafsteinsdóttir „Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira