Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira