Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Ari treður þessa dagana upp fyrir fullu húsi í Skotlandi. Vísir/Vilhelm Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Sjá meira