Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Ari treður þessa dagana upp fyrir fullu húsi í Skotlandi. Vísir/Vilhelm Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira