Dætur Ragnhildar lentu undir hoppukastalanum: „Fólk var mjög skelkað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 23:47 Dætur Ragnhildar voru í hoppukastalanum þegar hann fór á hliðina Úr einkasafni „Það var haugur af börnum tröppumegin í hoppukastalanum þegar hann byrjar að falla á hliðina. Hann lendir á steyptum staur og við það kemur gat og hann fellur saman, yfir fullt af börnum,“ segir Ragnhildur Gísladóttir. Dætur hennar voru í hoppukastalanum sem fór á hliðina í Hveragerði um helgina. Hún telur að fimm til tíu börn hafi verið í hoppukastalanum á þessum tíma. „Ég hef aldrei hlaupið svona hratt á ævi minni,“ útskýrir Ragnhildur en hún náði sjálf dætrum sínum út úr kastalanum. Ragnhildur segir að aðeins hafi verið einn starfsmaður að fylgjast með fjórum hoppuköstulum þar sem mörg börn voru að leik. Jóhann Tómasson, framkvæmdastjóri Sprell, sem á umræddan hoppukastala ræddi við Ragnhildi eftir atvikið.Bauð kandífloss og miða í leiktæki„Hann kom og bauð okkur kandífloss og nokkra miða í einhver leiktæki, sem við afþökkuðum,“ segir Ragnhildur að hún hafi ekkert heyrt frá honum síðan. Það kom fjölskyldunni mikið á óvart að áður en sjúkrabíllinn var kominn frá Selfossi var hoppukastalinn kominn aftur í notkun.Hoppukastalinn var settur upp í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Hoppukastalinn á myndinni er ekki kastalinn sem um ræðir.„Það var farið beint í það að gera við hann og áður en við vissum af var hann kominn í gang aftur. Þetta var bara nokkrum mínútum seinna, við vorum enn að bíða eftir sjúkrabílnum.“ Eldri dóttir Ragnhildar meiddist þegar hoppukastalinn fór á hliðina. Hún þakkar fyrir að sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur hafi verið á hátíðinni og komið þeim til aðstoðar. „Það var skelfing, algjört lost. Það var mikið grátið.“Ragnhildur segir að börnin sem lentu í þessu hafi verið mjög hrædd. Sex ára dóttir hennar slasaðist þegar hoppukastalinn fór á hliðina.Mikið grátið„Hún er með stóra rispu á olnboga og herðablaði og fékk höfuðhögg og heilahristing. Sjúkraflutningamaður sem var þarna á svæðinu kom okkur til hjálpar, hugaði að börnunum okkar og hringdi á sjúkrabíl, segir Ragnhildur. Dætur hennar voru skoðaðar í sjúkrabílnum en hún er ekki viss hvort einhver börn hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Ragnhildur segir að dætrum sínum hafi brugðið mikið við þetta atvik. „Þeim líður mjög illa, fjögurra ára gömul dóttir mín varð gríðarlega hrædd og neitar að tala um þetta.“ Hún segir að eldri dóttir sín sé búin að gráta mjög mikið yfir þessu. „Þetta eru fáránlegustu skýringar sem ég hef heyrt á ævinni,“ segir Ragnhildur um svör Jóhanns sem birtust á Vísi fyrr í dag. Jóhann sagði að kastalinn hafi ekki verið bundinn niður þar sem veðrið hafi verið svo gott. „Þetta er eins og vera ekki með bílbelti af því að maður er að keyra svo hægt, álíka fáránleg afsökun. Það var ekki rok sem feykti kastalanum, það var yfirsjón fólksins að passa ekki að það væru ekki of margir að fara upp kastalann í einu.“Mildi að ekki fór verr „Ég er búin að tala við fullt af fólki sem var á svæðinu sem varð vitni að þessu og þakkaði fyrir að dætur mínar hafi labbað frá þessu, lifað þetta af. Fólkið sem horfði upp á þetta sá fyrir sér verstu mögulegu útkomu en sem betur fer varð það ekki þannig. Fólk var mjög skelkað.“ Hún segir að mikið mildi sé að ekki hafi farið verr. Ragnhildur vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu þau á svæðinu. Fjölskyldan ætlar sér að hafa samband við lögreglu í fyrramálið vegna málsins. Tengdar fréttir Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
„Það var haugur af börnum tröppumegin í hoppukastalanum þegar hann byrjar að falla á hliðina. Hann lendir á steyptum staur og við það kemur gat og hann fellur saman, yfir fullt af börnum,“ segir Ragnhildur Gísladóttir. Dætur hennar voru í hoppukastalanum sem fór á hliðina í Hveragerði um helgina. Hún telur að fimm til tíu börn hafi verið í hoppukastalanum á þessum tíma. „Ég hef aldrei hlaupið svona hratt á ævi minni,“ útskýrir Ragnhildur en hún náði sjálf dætrum sínum út úr kastalanum. Ragnhildur segir að aðeins hafi verið einn starfsmaður að fylgjast með fjórum hoppuköstulum þar sem mörg börn voru að leik. Jóhann Tómasson, framkvæmdastjóri Sprell, sem á umræddan hoppukastala ræddi við Ragnhildi eftir atvikið.Bauð kandífloss og miða í leiktæki„Hann kom og bauð okkur kandífloss og nokkra miða í einhver leiktæki, sem við afþökkuðum,“ segir Ragnhildur að hún hafi ekkert heyrt frá honum síðan. Það kom fjölskyldunni mikið á óvart að áður en sjúkrabíllinn var kominn frá Selfossi var hoppukastalinn kominn aftur í notkun.Hoppukastalinn var settur upp í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Hoppukastalinn á myndinni er ekki kastalinn sem um ræðir.„Það var farið beint í það að gera við hann og áður en við vissum af var hann kominn í gang aftur. Þetta var bara nokkrum mínútum seinna, við vorum enn að bíða eftir sjúkrabílnum.“ Eldri dóttir Ragnhildar meiddist þegar hoppukastalinn fór á hliðina. Hún þakkar fyrir að sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur hafi verið á hátíðinni og komið þeim til aðstoðar. „Það var skelfing, algjört lost. Það var mikið grátið.“Ragnhildur segir að börnin sem lentu í þessu hafi verið mjög hrædd. Sex ára dóttir hennar slasaðist þegar hoppukastalinn fór á hliðina.Mikið grátið„Hún er með stóra rispu á olnboga og herðablaði og fékk höfuðhögg og heilahristing. Sjúkraflutningamaður sem var þarna á svæðinu kom okkur til hjálpar, hugaði að börnunum okkar og hringdi á sjúkrabíl, segir Ragnhildur. Dætur hennar voru skoðaðar í sjúkrabílnum en hún er ekki viss hvort einhver börn hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Ragnhildur segir að dætrum sínum hafi brugðið mikið við þetta atvik. „Þeim líður mjög illa, fjögurra ára gömul dóttir mín varð gríðarlega hrædd og neitar að tala um þetta.“ Hún segir að eldri dóttir sín sé búin að gráta mjög mikið yfir þessu. „Þetta eru fáránlegustu skýringar sem ég hef heyrt á ævinni,“ segir Ragnhildur um svör Jóhanns sem birtust á Vísi fyrr í dag. Jóhann sagði að kastalinn hafi ekki verið bundinn niður þar sem veðrið hafi verið svo gott. „Þetta er eins og vera ekki með bílbelti af því að maður er að keyra svo hægt, álíka fáránleg afsökun. Það var ekki rok sem feykti kastalanum, það var yfirsjón fólksins að passa ekki að það væru ekki of margir að fara upp kastalann í einu.“Mildi að ekki fór verr „Ég er búin að tala við fullt af fólki sem var á svæðinu sem varð vitni að þessu og þakkaði fyrir að dætur mínar hafi labbað frá þessu, lifað þetta af. Fólkið sem horfði upp á þetta sá fyrir sér verstu mögulegu útkomu en sem betur fer varð það ekki þannig. Fólk var mjög skelkað.“ Hún segir að mikið mildi sé að ekki hafi farið verr. Ragnhildur vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu þau á svæðinu. Fjölskyldan ætlar sér að hafa samband við lögreglu í fyrramálið vegna málsins.
Tengdar fréttir Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15